D Ó M U R 5. apríl 2019 Mál nr. E - 109 /201 8 : Stefnandi: Gunnar Ingvason ( Hlynur Jónsson lögmaður ) Stefnd u : Guðmundur Friðrik Björgvinsson og Takthestar ehf. (Gizur Bergsteinsson lögmaður ) Dómari: Sigurður G. Gíslason héraðsdómari Ár 201 9 , föstu d aginn 5 . apríl , er á dómþingi Héraðsdóms Suðurlands, sem háð er að Austurvegi 4, Selfossi, kveðinn upp dómur í máli nr. E - 109 /201 8 : Gunnar Ingvason ( Hlynur Jónsson lögmaður ) gegn Guðmundi Friðriki Björgvinssyni og Takthestum ehf. ( Gizur Bergsteinsson lögmaður ) Mál þetta, sem tekið var til dóms að lokinni aðalmeðferð þann 25 . febrúar 201 9 , er höfðað með stefnu birtri 1 2 . j úní 2018 . Stefn andi er Gunnar Ingvason,, Breiðholti, Garðabæ. Stefndu eru Guðmund ur Friðrik Björgvinss on , Efri - Rauðalæk, Hellu, og Takthest ar ehf.,, skráð á sama stað , fyrirsvarsmaður stefndi Guðmundur Friðrik . Dómkröfur stefnanda eru að stefndu verði dæmdir til að greiða stefnanda óskipt kr. 10.400.000, með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 15. maí 2015 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar að skaðlausu. Dómkröfur stefndu eru að þ eir verði sýknaðir af kröfu stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða þeim málskostnað . Við aðalmeðferð gáfu skýrs lur stefnandi og stefndi Guðmundur Friðrik, auk þess vitnin Sandra Líf Þórðardóttir, Högni Steinn Gunnarsson, Þórir Haraldsson, Kristján Gunnar Ríkharðsson , Stian Pedersen, Ari Björn Thorarensen og Skapti Steinbjörnsson. Fyrir uppkvaðningu var gætt 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. Málavextir Óumdeilt er að stefnandi var eigandi stóð hestsins Byls frá Breiðholti og að stefndi Guðmundur tók að sér að temja hestinn fyrir stefnanda, en stefndi Guðmundur hefur ásamt konu sinni, Evu Diröy, stundað hross arækt , tamningar og þjálfun hesta , auk þess að hafa tekið að sér að selja hesta fyrir aðra. Hefur stefndi margsinnis unnið til verðlauna fyrir hestamennsku og verður að teljast vera sérfróður um þau dýr . Verður ráðið af gögnum að hesturinn hafi farið til s tefnda Guðmundar vorið 2012. Um vorið 2014 sýndi stefndi Guðmundur hestinn á kynbótasýningu og vann hesturinn sér þar inn þátttökurétt sem keppnishestur á Landsmóti hestamanna þá um sumarið, þar sem hann lenti í 8. sæti í keppni 6 vetra stóðhesta. Stefn andi kveðst í kjölfar landsmótsins hafa ákveðið að selja hestinn og falið stefnda Guðmundi að hafa milligöngu um það með umboðssölu og fengi 10% af söluverði í þóknun. Kveður stefnandi að þá hafi stefndi Guðmundur sagt stefnanda að tveir útlendingar, n orðmaðurinn Stian Pedersen og danskur maður , væru áhugasamir um að kaupa h estinn , og hafi stefndi Guðmundur tali ð r aunhæft markaðsverð fyrir hestinn vera 15 20 milljónir króna. Þetta kannast hins vegar stefndi Guðmundur ekki við, en lýsir því að á téðu l andsmóti hafi stefnandi upplýst sig um að hann væri að reyna að selja hestinn og hafi stefnandi sagt að Helgi Jón Harðarson hafi reynt að kaupa hestinn ásamt tveimur sonum sínum, en það ekki gengið eftir þar sem þei r hafi ekki verið tilbúnir að greiða upps ett verð sem væri 10 milljónir króna. Hafi stefnandi beðið sig um að láta sig vita ef hann vissi um kaupendur að hestinum og hafi stefndi sagst mundu gera það. Um haustið hafi svo stefnandi beðið sig um að taka hestinn í umboðssölu samhliða því að þjálfa h estinn. Hafi stefndi fallist á þetta og stefnandi hafi sagt að hann vildi fá 10 milljónir króna fyrir hestinn. Enginn samningur milli aðila liggur fyrir um þetta. Stefndi lýsir því hins vegar að hafa rætt við stefnanda um hverjir gætu verið mögulegir kaup endur að hestinum og hafi þá borið á góma að von væri á d ana og n orðmanni til landsins. Norðmaðurinn væri þó ólíklega kaupandi að hesti num þar sem hann hefði nýlega misst reyndan keppishest og væri að leita að öðrum slíkum til að nota á h eimsmeistaramóti í slenska hestsins sumarið 2015 . Stefnandi kveður að stefndi hafi óskað eftir því þann 4. o któber 2014 að fá hestinn til þjálfunar áður en þessir menn kæmu til landsins til að skoða hann. Hafi stefndi þá fengið hestinn. Kveður stefnandi að stefndi hafi í by rjun nóvember 2014 tjáð sér að útlendingarnir hefðu ekki áhuga á því að kaupa hestinn, en að vinur stefnda, Kristján Gunnar Ríkharðsson, vildi gera það og greiða fyrir hann kr. 9.500.000 að söluþóknun frádreginni og að þetta væri gott verð. Stefndi mótmæli r þessu og kveður að aðeins hafi verið um að ræða danann, en sá norski hafi ekki verið búinn að koma til landsins og hafi ekki séð hestinn og stefndi hefði því ekki getað sagt neitt til um áhuga norðmannsins. Samkvæmt fram lögðum gögnum er staðfest að norð maðurinn Stian Pedersen var hér á landi dagana 24. 28. nóvember 2014, en ekki í byrjun nóvember það ár . Fram kemur í greinargerð stefnda að þegar hesturinn var sölusýndur hinum danska mögulega kaupanda, þá hafi Kristján Gunnar Ríkharðsson verið viðstadd ur og hrifist af hestinum og lýst nokkru síðar áhuga sínum á að kaupa hestinn og hafi stefndi látið stefnanda vita um það. Kveðst stefndi líka hafa látið stefnanda vita um samstarf sitt við Kristján og að hesturinn yrði áfram hjá stefnda ef kaup tækjust. L ýsir stefndi því að hafa látið stefnanda vita að Kristján væri tilbúinn að greiða uppsett verð og kaupverðið yrði 9 milljónir króna, en stefndi myndi falla frá þóknun vegna samstarfs síns við Kristján. Aðilar eru sammála um að á þessum tíma hafi komið ti l tals að hnélos, eða lausleika í hnéskel, mætti greina hjá hestinum. Ekki eru þó aðilar sammála um allt í því sambandi og um aðkomu dýralæknis að því, en í heilbrigðisvottorði Söndru Lífar Þórðardóttur dýralæknis, dags. 14. nóvember 2014, er um báða aftur fætur hakað í Stefnandi kveður að stefndi Guðmundur hafi fengið dýralækninn til að bæta athugasemdinni við í vottorðið en því neitar stefndi. Fór svo að stefnandi samþykkti um miðja n nóvember 2014 að selja hestinn til Kristjáns fyrir kr. 9.500.000 og kveður stefndi að með þetta hafi stefnandi verið himinlifandi. Var kaupverð greitt í tvennu lagi, þ.e. með reiðufé kr. 5.000.000 á heimili stefnanda í byrjun desember 2014, en kr. 4.500. 000 voru greiddar til stefnanda þann 15. janúar 2015. Þá má sjá af framlögðum gögnum að þann 1. desember 2014 tók Kristján út af reikningi sínum kr. 5.000.000 og þann 15. janúar 2015 tók hann út kr. 4.500.000. Samkvæmt framlögðum reikningum var hesturinn sagður verða eign stefnda Takthesta ehf. og kemur fram að stefndi Guðmundur hafi beðið stefnanda um að hafa þetta svo vegna beiðni Kristjáns um að hafa hestinn skráðan á félagið, en það hafi verið á rekstrarleg um forsendum þar sem Kristján og stefndi Guðmundur hafi áður ákveðið að sameina rekstur sinn. Fyrir liggur að í lok nóvember 2014, eða nánar tiltekið eins og áður greinir frá 24. - 28. nóvember 2014, var norðmaðurinn Stian Pedersen staddur hér á landi, en h ann mun vera þekktur hestamaður þar í landi og vera einn eigenda norska fyrirtækisins Stall SP Breeding AS , sem mun hafa með hesta að gera. Mun Stian þessi vera æskuvinur eiginkonu stefnda Guðmundar og heimsótti þau hjón í ferð sinni til Íslands, en samkvæ mt greinargerð stefnda og framburði Stians við aðalmeðferð var för hans hingað til lands einkum ætluð til að finna keppnishest sem hann gæti notað á heimsmeistaramóti íslenska hestsin s um sumarið 2015, en hann hafði þá nýverið tapað keppnishesti sínum eins og áður greinir . Kemur fram að Stian þessi hafi þá prófað ýmsa hesta, þ. á m. Byl frá Breiðholti og líkað vel, en hins vegar ekki fundið neinn hest sem hentaði til kaups. Aftur kveður stefn d i Guðmundur að þau hjón hafi hitt Stian um áramótin 2014/2015 og þá hafi Stian sagst vera hættur að leita að hesti fyrir heimsmeistaramótið 2015 og stefnt á heimsmeistaramótið 2017 og innt stefnda Guðmund eftir því hvort Bylur væri falur. Kveðst stefndi Guðmundur í kjölfar þessa hafa rætt þetta við Kristján og þeir ákv eðið að bjóða Stian að kaupa 3 hesta fyrir 19.900.000 krónur, þ. á m. Byl frá Breiðholti, auk mera rinnar Væntingar frá Kal d bak og dóttur hennar, tryppisins Ragnhildar frá Rauðalæk. Hafi Stian fallist á þetta og greitt fyrir hestana til stefnda Takthesta eh f. þann 26. janúar 2015 og hafi Stall SP Breeding AS verið skráður eigandi Byls þann 6. febrúar 2015. Fyrir liggur afrit reiknings stefnda Takthesta ehf. til Stall SP Breeding AS fyrir seldum hesti, Byl frá Breiðholti og kaupverð 1.900.000 krónur, en einsk is er getið um aðra hesta á reikningnum . Er reikningur þessi dagsettur 15. janúar 2015, sama dag og fyrri reikningur stefnanda til stefnda Takthesta ehf. fyrir hestinn. Sama verð kemur fram fyrir hestinn á reikningi Eysteins L eifssonar ehf. til Stall SP Br eeding AS vegna flutnings á hestinum til Noregs. Á síðastgreindum reikningi kemur jafnframt fram að seljandi hestsins sé stefndi Takthestar ehf. Þá hafa verið lagðar fram útprentanir úr Worldfeng, upprunaættbók íslenska hestsins, þar sem fram kemur að mera rnar eru skráðar á félögin Pabbastrák ehf. , sem mun vera félag Kristjáns og Hildingsberg ehf., en skv. greinargerð stefndu voru báðar merarnar skráðar á Pabbastrák ehf. áður en kaupin gerðust. Stefnandi kærði viðskipti þessi til Héraðssaksóknara og voru þ ar teknar skýrslur af stefnda Guðmundi og Stian Pedersen. Í skýrslu stefnda Guðmundar, 23. s eptember 2016, kvað stefndi að Stian hefði keypt af honum Byl auk tveggja mera. Ekki hafi kaupverðið verið sérgreint eftir hverju hrossi, en unnt væri að reikna ver ðmæti meranna 8 - 10 milljónir króna. Í skýrslu Stians 25. september 2016 skýrði hann frá því að í lok nóvember 2014 hafi hann skoðað Byl hjá stefnda Guðmundi, sem hafi sagst eiga hestinn. Hafi stefndi Guðmundur sagt að verðið á hestinum væri 20 milljónir kr óna. Hafi hann nokkru síðar ákveðið að kaupa hestinn þrátt fyrir að honum hafi fundist verðið nokkuð hátt, en hann hafi ákveðið að taka því allt að einu þar sem hann hafi fengið Væntingu frá Kaldbak og folalds dóttur hennar, Ragnhildi frá Rauðalæk, með í kaupbæti, en þær megi meta á nokkrar milljónir króna. Hann hafi ákveðið að hafa merarnar á Íslandi til að renna inn í ræktun sem hann hafi ætlað að koma þar á fót. Þá kvað Stian að stefndi Guðmundur hefði sagt sér að hann hafi sjálfur keypt Byl fyrir 9,5 10 milljónir króna. Eftir þetta hafði stefnandi samband við stefnda og var ekki sáttur við sinn hlut, en stefndi hafnaði kröfum hans. Af kæru stefnanda er það að segja að Héraðssaksóknari felldi málið niður með vísun til 145. g r. laga nr. 88/2008 og stað festi R íkissaksóknari þá niðurstöðu. M álsástæður og lagarök stefn a nda Stefnandi kveðst aðallega byggja á því að stefndi Guðmundur hafi með saknæmri háttsemi blekkt stefnanda til þess að selja á undirverði stóðhestinn Byl til félags í sinni eigu, stefn da Takthesta ehf., í því skyni að geta selt hestinn síðar á rúmlega tvöfalt hærra verði til norska félagsins Stall SP Breeding AS, til auðgunar fyrir félagið og sjálfan sig. Kveður stefnandi að s tefndi Guðmundur hafi tekið að sér að annast sölu á hestinum fyrir stefnanda í umboðssölu í lok sumars 2014. S tefndi Guðmundur hafi misnotað söluumboð sitt þegar hann hafi lag t til við stefnanda að selja hestinn til stefnda Takthesta ehf. Þá hafi hann heldur ekki gert stefnanda ljóst hver raunverulegur kaupandi vær i, þar sem stefnandi hafi verið í þeirri trú að kaupandinn væri Kristján Gunnar Ríkharðsson, en ekki félag í eigu fyrrnefnds stefnda og eiginkonu hans. Þær upplýsingar hafi stefnandi ekki fengið fyrr en eftir að salan hafi farið fram. Byggir stefnandi á þ ví að stefnda Guðmundi hafi frá upphafi verið ljóst að markaðsvirði hestsins væri milli kr. 15.000.000 til kr. 20.000.000, líkt og hann hafi tjáð stefnanda þegar hann hafi tekið sölu na að sér . Ekkert hafi komið fram um ástand hestsins sem breytt hafi þeirr i forsendu, enda hafi stefndi Takthestar ehf. selt hestinn stuttu síðar til félagsins Stall SP Breeding AS á kr. 19.900.000. S tefndi Guðmundur hafi hins reynt að villa um fyrir stefnanda með því að telja honum trú um að annmarkar væru á heilbrigði hestsins þar sem hann væri laus í hnéskelinni, og f engið því bætt við vottorð um heilsufar h estsins . Stefnandi kveðst telja að stefndi Guðmundur hafi í reynd verið b úinn að selja hestinn til Stall SP Breeding AS áður en salan á hestinum til stefnda Takthesta ehf. fór fram, þrátt fyrir að formlegur samningur um það hafi ekki legið fyrir. Hvað sem því líði hafi stefnda Guðmundi í það minnsta verið ljóst, þegar hann tók að sér að selja hestinn, að töluverðar líkur væru á því að norska félagið myndi kaupa hann á upphaflegu ásettu verði, þ.e. kr. 15.000.000 til kr. 20.000.000. Af þeirri ástæðu hafi hann ginnt stefnanda til þess að selja sér hestinn á undirverði í því skyni að geta selt hann síðar á markaðsvirði. Hér verði að hafa í huga að stefndi Guðmundur hafi kom ið fram gagnvart stefnanda sem umboðssölumaður og því borið ríka trúnaðarskyldu gagnvart honum. Stefnandi kveður að vegna þessa hafi stefndi hagnast , á ólögmætan hátt, um þá fjárhæð sem nem i mismuninum á söluverði í þessum viðskiptum og stefnandi hafi orðið fyrir samsvarandi tapi. Dómkrafa stefnanda mið i st þannig við mismun á því verði sem stefndi Takthestar ehf. hafi selt hestinn til Stall SP Breeding AS samkvæmt fyrirliggjandi útflutningsskýrslu og því verði sem stefnandi hafi sel t stefnda Takhestum ehf. hestinn í nóvember 2014. Samkvæmt útflutningsskýrslu og sölukvittun hafi söluverðið verið kr. 19.900.000 og nem i mismunurinn því kr. 10.400.000. Þá vísar stefna ndi til þess að stefndi Guðmundur h a f i haldið því fram að fyrrgreind útflutningsskýrsla eigi ekki aðeins við um stóðhestinn Byl heldur einnig tvö önnur hross sem fylgt hafi með í kaupunum og því sé ekki hægt að leggja hana til grundvallar um verðlagningu á stóðhestinum Byl. Stefnandi mótmælir þessu og bendir á að í vörulýsingu skýrslunnar komi fram að - 1 i sölukvittun stefnda Takthesta ehf. til Stall SP Breeding AS upp á kr. 19.900.000 fyrir seldan hest, Byl frá Breiðholti, án þess að fleiri hestar séu tilgreindir í vörulýsingu. Ekki verðir því byggt á öðru en að framangreint verð hafi einungis átt við um stóðhestinn Byl. Stefnandi kveðst bygg ja kröfu sína á meginreglum s amninga - , kröfu - og skaðabótaréttar. Kröfu sína um málskostnað úr hendi stefndu byggir stefnandi á XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, einkum 130. gr. Málsástæður og lagarök stefnd u Stefndi byggir á því að hann hafi starfað af heilindum fyrir stefnanda og í einu og öllu í samræmi við þær kröfur sem gerðar séu til þess sem tekur að sér að selja hest í umboði annars. Stefndi mótmælir öllum málsástæðum stefnanda. Stefndu vísa til þess a ð í stefnu sé því haldið fram að stefndi hafi blekkt stefnanda til að selja hestinn á undiverði í því skyni að geta selt hann aftur á tvöfalt hærra verði. Stefnd u mótmæl a þessu. Kveða stefndu í þessu sambandi að stefnandi hafi beðið stefnda um að annast sölu hestsins vegna þess að stefnandi hafi árangurslaust reynt sjálfur að selja hestinn fyrir 10 m illjónir kr óna . Hafi enginn verið tilbúinn að greiða svo hátt verð fyrir hestinn , en stefnandi hafi hins vegar ekki viljað lækka verðið og tali ð líklegra að h ann fengi uppsett verð ef stefndi annaðist sölu á hestinum. Þegar stefnandi hafi leitað til stefnda hafi stefnandi þess vegna sjálfur ákveðið ver ð ið á hestinum. Stefndi mótmælir því að hann - 20 m illjónir kr óna . Í þ ví sambandi b er i að hafa í huga að mjög fáir séu tilbúnir að kaup a hest fyrir svo háa fjárhæð , auk þess sem umræddur hestu r hafi hvorki unnið til verðlauna né verið mikið notaður. Stefndi mótmælir þess vegna að hann hafi blekkt stefnanda með ein hverjum hætti. Stefndi vísar til þess að í stefnu byggi stefnandi á því að stefndi hafi misnotað söluumboð sitt og villt um fyrir stefnanda með því að telja honum trú um að annmarkar væru á heilbrigði hestsins. Stefndi mótmælir þessum málsástæðum stefnand a. Þegar stefndi hafi haft hestinn í umboðssölu hafi hann verið sýndur nokkrum aðilum, þ.m.t. áðurnefndum d ana, en enginn þeirra hafi haft áhuga á að kaupa hestinn á uppsettu verði. Þ ess vegna hafi það verið í samræmi við skyldur stefnda að greina stefnand a frá áhuga Kristjáns Gunnars á hestinum enda hafi Kristján Gunnar verið tilbúinn að greiða uppsett verð fyrir hestinn. Bæði stefnandi og stefndi hafi vi tað um los í hnéskeljum hestsins. S taðhæfing stefnanda um að stefndi hafi fengið dýralækni til að bæta við athugasemd um ástand hestsins , sé úr lausu lofti gripin. Stefndi mótmælir þess vegna því að hann hafi misnotað söluumboð sitt eða reynt að villa um fyrir stefnanda. Stefndi kveður stefnanda halda því fram í stefnu að stefndi hafi ekki upplýst hver væ ri raunverulegur kaupandi að hestinum. Stefndi hafi sagt kaupandann vera Kristján Gunnar en ekki félag í sinni eigu líkt og í ljós hafi komið. Stefndi mótmælir þessari lýsingu stefnanda á málavöxtum. Þegar stefndi hafi sag t stefnanda frá áhuga Kristjáns Gu nnars á að kaupa hestinn hafi hann gert stefnanda grein fyrir því að þeir Kristján Gunnar væru samstarfsaðilar og að hesturinn yrði þess vegna áfram hjá sér. Eins og komi skýrt fram á úttektarkvittunum sem lögregl a hafi aflað í tilefni af kæru stefnanda þá hafi Kristján Gunnar greitt kaupverðið með eigin fjármunum enda þótt hann hafi óskað eftir að hesturinn yrði skráður á stefnda Takthesta ehf. vegna fyrirhugaðrar sameiningar félagsins við félag Kristjáns Gunnars. Stefnandi hafi því engu verið leyndur , hel dur þvert á móti beðinn um að gefa út reikning á stefnda Takthesta ehf. , en það samræmist ekki því að ætlun stefnda hafi verið sú að blekkja stefnanda. Stefndi kveður að í stefnu h a ld i stefnandi því fram að stefndi hafi verið búinn að ákveða að selja Byl frá Breiðholti til Stall SP Breeding AS áður en Stian Pedersen hafi kom ið til landsins , eða a.m.k. hafi stefndi vitað að töluverðar líkur væru á að Stian myndi kaupa hestinn fyrir 15 - 20 m illjónir kr óna . Þessum málsástæðum stefnanda mótmælir stefndi. Stefn di byggir á því að Kristján Gunnar hafi ákveðið að selja hestinn eftir að stefndi kom til landsins frá Noregi í ársbyrjun 2015 og mótmælir öðrum staðhæfingum . Um þetta vísar stefndi til framburðar Stian Pedersen hjá lögreglu um að hann hafi komið hingað t il landsins í enda nóvembermánaðar 2014 í því skyni að prófa 20 - 25 hesta og að Bylur frá Breiðholti hafi ekki verið einn af þeim. Í framburði hjá lögreglu hafi Stian sagst ekki hafa vitað um Byl fyrr en eftir að hann kom til landsins. Stefndi vísar enn fre mur til þess að Stian hafi eftir dvöl sína hér á landi haldið áfram að leita að keppnishesti í Danmörku og Þýskalandi. Það hafi ekki verið fyrr en í samtali við stefnda yfir jólahátíðina 2014 sem Stian hafi sagst vera búinn að gefa upp von um að finna nýja n keppnishest fyrir heimsmeistaramótið 2015 og lýst yfir áhuga á að kaupa Byl fyrir heimsmeistaramótið 2017. Stefndi byggir á því að staðhæfingar stefnanda í kæru til lögreglu og síðar kæru til R íkissaksóknara staðfesti að stefnandi hafi verið í villu , bæ ði um tímasetningu ferðar Stian Pedersen hingað til lands og samskipti stefnda við þann dýralækni sem hafi skoðað hestinn. Þessi atriði hafi valdið tortryggni stefnanda í garð stefnda í kjölfar þess að stefnandi hafi selt hestinn á nær uppsettu verði til samstarfsaðila stefnda. Þá byggir stefndi á því að tjón stefnanda sé ósannað og mót mælir því sérstaklega að söluverð Byls frá Breiðholti hafi verið 19,9 m illjónir kr óna . Stefndi byggir á því að Stian Pedersen, fyrirsvarsmaður Stall SP Breeding AS, hafi st aðfest að umrædd fjárhæð hafi verið greiðsla fyrir þrjá hesta, þ.e. Byl frá Breiðholti, Væntingu frá Kaldbak og Ragnhildi frá Rauðalæk. Vænting sé fyrstu verðlauna meri undan Orra frá Þúfu og Ragnhildur afkvæmi hennar. Stefndi byggir á því að ástæða þess a ð Bylur hafi einn verið tilgreindur á reikningi og útflutningsskýrslu hafi verið sú ósk kaupanda að Vænting frá Kaldbak og Ragnhildur frá Rauðalæk yrðu áfram hér á landi. Stefndi Takthestar ehf. kveðst bygg ja á sömu málsástæðum og stefndi Guðmundur, þ.e. að eðlilega hafi verið staðið að viðskiptum með Byl frá Breiðholti og eingöngu rekstrarlegar ástæður hafi valdið því að hesturinn var skráður eign félagsins. Forsendur og n iðurstaða Meginmálsástæða stefnanda er sú að stefndi Guðmundur hafi með saknæmri háttsemi blekkt stefnanda til að selja téðan hest á undirverði til hins stefnda félags, í því skyni að geta síðar selt hestinn fyrir rúmlega tvöfalt verð. Að mati dómsins er augljóst að raunverulegur kaupandi hestsins, þegar stefnandi seldi hestinn, var s tefndi Takthestar ehf., en ekki Kristján Gunnar Ríkharðsson. Um þetta má augljóslega vísa til þess að reikningar fyrir hestinn voru skv. beiðni stefnda Guðmundar gefnir út til hins stefnda félags en ekki til Kristjáns Gunnars. Þá liggur fyrir að þegar hest urinn var seldur til Noregs var seljandi tilgreindur á útflutningsskýrslu sem stefndi Takthestar ehf. , en ekki Kristján Gunnar. Þá hefur komið fram að um áramótin 2014/2015 hafi Stian Pede r sen spurt stefnda Guðmund hvort hesturinn væri falur, en stefndi Gu ðmundur lýsti því við aðalmeðferð að hann hafi þá svarað því að svo væri ekki og að hann vildi ekki selja hestinn. Þá kom fram berum orðum við aðalmeðferð hjá stefnda Guðmundi , að hann hafi sjálfur keypt hestinn, t.a.m. þegar hann lýsti samtali sínu við st efnanda eftir að stefnandi var ósáttur við málalok. Þá lýsti vitni ð Stian Pedersen því að stefndi Guðmundur hafi talað um að eiga hestinn sjálfur sem keppnishest og lýsti Stian því að stefndi Guðmundur hafi talað um að hafa keypt hestinn fyrir 9,5 til 10 m illjónir króna. Stefndu hafa leitt nokkrar líkur að því að fjármögnun kaupanna hafi verið með peningum af bankareikningi Kristjáns Gunnars, en jafnframt hefur Kristján Gunnar borið um að hafa sjálfur verið kaupandi hestsins. Að mati dómsins hefur stefndu þ ó ekki tekist að færa sönnur á það að Kristján Gunnar hafi verið raunverulegur kaupandi, en fjármögnun kaupanna ræður ekki úrslitum um það hver var hinn raunverulegi kaupandi. Þá er óhjákvæmilegt að líta til þess við mat á sönnunargildi framburðar Kristján s Gunnars , að hann bar um það að vera raunverulegur eigandi stefnda Takthesta ehf. ásamt stefnda Guðmundi og hefur hann því sjálfur verulegra hagsmuna að gæta vegna málsins . Verður byggt á því við úrlausn málsins að raunverulegur kaupandi hestsins , þegar s tefnandi seldi hann, hafi verið stefndi Takthestar ehf., sem upplýst er að var og er í eigu stefnda Guðmundar og konu hans. Fyrir liggur að þegar stefnandi seldi hestinn fyrir 9,5 milljónir króna til stefnda Takthesta ehf. , þá vissi stefnandi ekki betur e n að kaupandi væri Kristján Gunnar Ríkharðsson, en hið rétta kom ekki í ljós fyrr en eftir að búið var að ákveða kaupin og greiðslu r , eða a.m.k. hluti þeirra, höfðu farið fram. Allt til þess tíma hafði stefnandi enga ástæðu til að ætla annað en að Kristján Gunnar væri kaupandinn. Stefndi Guðmundur vissi hins vegar augljóslega hvernig í pottinn var búið, en ákvað að leyna stefnanda þess u og reyndi raunar að láta stefnanda halda að útgáfa reikninga til stefnda Takthesta ehf. væri aðeins vegna rekstrarlegra forsendna, en að Kristján Gunnar væri allt að einu hinn raunverulegi kaupandi. Fyrir liggur í málinu og er óumdeilt, að stefndi Guðmundur er atvinnumaður í hestamennsku og öllu sem að h estum lýtur, en hann bar sjálfur um það við aðalmeðferð að hafa ekki starfað við annað en hesta alla tíð. Þá er óumdeilt að hann tók að sér að selja téðan hest í umboðssölu fyrir stefnanda. Í þeirri aðstöðu bar stefndi Guðmundur augljóslega þá skyldu að re yna að hámarka það verð sem stefnandi fengi fyrir hestinn og gæta hans hagsmuna við sölu á hestinum. Þá hvíldi á stefnda rík trúnaðarskylda gagnvart stefnanda og bar stefnd a skyld a til að gera stefnanda það ljóst með skýrum og ótvíræðum hætti hver væri hin n raunverulegi kaupandi hestsins. Ljóst er hins vegar, að stefndi Guðmundur leyndi stefnanda því hver væri raunverulegur kaupandi hestsins, en jafnframt er ljóst að mati dómsins að stefnda Guðmundi var , eða mátti vera , ljóst að raunverulegt virði hestsins var langt umfram þær 9,5 milljónir króna sem greiddar voru fyrir hann. Í fyrsta lagi hefur komið fram hjá stefnanda sjálfum og vitninu Högna Gunnarssyni, syni stefnanda, að þeir hafi rætt um 15 20 milljónir króna sem væntanlegt verð fyrir hestinn, í viðu rvist stefnda Guðmundar, en jafnframt liggur fyrir, sem ekki hefur verið hrakið, að í lögregluskýrslu þann 25. september 2016, skýrði Stian Pedersen frá því að í lok nóvember 2014, eða þegar stefndi Guðmundur var með hestinn í sölumeðferð, að stefndi Guðmu ndur hefði sagt að verðið á hestinum væri 20 milljónir króna. Þá verður ekki litið fram hjá því að söluverð hestins nokkrum vikum síðar var mun hærra en það sem stefnandi hafði fengið fyrir hestinn. Að þessu virtu er augljóst að í söluferli vegna umrædds h ests brást stefndi Guðmundur algerlega skyldum sínum gagnvart stefnanda, með þeim afleiðingum að stefnandi fékk ekki fyrir hestinn það verð sem annars hefði mátt vænta. Varð stefnandi fyrir tjóni af þessum sökum. Á hinn bóginn verður ekki talið að stefnand a hafi tekist sönnun þess að stefndi Guðmundur hafi í reynd verið búinn að selja hestinn áfram, þá er hið stefnda félag keypti hestinn af stefnanda. Stefndu hafa byggt á því að hesturinn Bylur hafi alls ekki verið seldur fyrir kr. 19.900.000 til félags St ian Pedersen. Um hafi verið að ræða pakka með þremur hestum, samtals að andvirði nef nd rar fjárhæðar, en ekki hafi verið sundurgreint á neinn hátt hve mikið fé kæmi fyrir hvert hross. Þannig sé alrangt að hesturinn Bylur hafi verið seldur á þessu verði. Á þ etta er ekki unnt að fallast. Í fyrsta lagi liggur fyrir reikningur frá hinu stefnda félagi sjálfu, Takthestum ehf., dags. 15. j anúar 2015, fyrir téðum hesti einum saman, fyrir kr. 19.900.000 og er einskis annars hests getið á reikningnum. Þá liggur fyrir að á útflutningsskýrslu vegna hestsins er verð hans , og hans eins , tilgreint kr. 19.900.000. Auk þess liggur fyrir, eins og áður greinir, að Stian Pedersen bar um það hjá lögreglu að stefndi Guðmundur hafi sagt verð fyrir Byl einan vera 20 milljónir króna, en hann hafi allt að einu ákveðið að kaupa hestinn á þessu verði, en hann hefði sennilega reynt að tala verðið eitthvað niður ef hann hefði ekki fengið hryssuna Væntingu , ásamt mertryppi nu Ragnhildi undan henni , með í kaupbæti. Liggur hins vegar ekkert fy rir í málinu um verðmæti Væntingar og dóttur hennar. Þá liggur fyrir að hryssan Vænting er enn skráð eign Pabbastráks ehf. en það er félag Kristjáns Gunnars og Stian Pedersen óviðkomandi. Verður litið svo á að hesturinn Bylur hafi einn og sér verið seldur fyrir kr. 19.900.000 og að fullyrðingar um þriggja hesta pakka séu eftiráskýringar í þeim tilgangi að dylja hið raunverulega verð sem fékkst fyrir Byl frá Breiðholti. S tefndu hafa vísað til þess að Stian Pedersen hafi viljað að mer in Vænting og dóttir henn ar yrðu áfram hérlendis og að það sé skýring þess að þær hafi hvorki verið tilgreindar á reikningi , né eignarhald á þeim uppfært í WorldFeng . Þessar skýringar eru að engu hafandi, enda verður ekki séð að þessi atriði hefðu átt að koma í veg fyrir að hryss a n og tryppið yrðu tilgreindar á reikningi og rétt skráðar. Að mati dómsins skiptir engu við úrlausn málsins hvort stefnandi var sjálfur búinn að láta það spyrjast að hesturinn væri falur og að hann kunni að hafa verið tilbúinn að láta hann fyrir 10 millj ónir króna . Eftir að stefnandi fól stefnda Guðmundi, sem atvinnumanni á þessu sviði , að selja hestinn, mátti hann gera ráð fyrir að stefndi Guðmundur ynni fyrir hann af heilindum og að hann fengi hámarksverð fyrir hestinn. Stefndu hafa byggt á því að stefnandi hafi ekki orðið fyrir tjóni vegna viðskiptanna. Á þetta er augljóslega ekki unnt að fallast. Tjón stefnanda felst í mismuninum á því verði sem hann fékk fyrir hestinn og því verði sem fékkst fyrir hestinn fáum vikum ef tir að stefnandi seldi hestinn, en fráleitt er að hesturinn hafi tvöfaldast að raunverði á þeim tíma, hvað sem allri þjálfun líður. Stefndi Guðmundur sá um framangreint söluferli sem umboð ssölu maður stefnanda við söluna og ber af þeim sökum skaðabótaábyr gð á því tjóni sem stefnandi varð fyrir vegna saknæmrar og ólögmætrar háttsemi stefnda Guðmundar . Stefndi Guðmundur er eigandi og fyrirsvarsmaður hins stefnda félags, sem byggir alfarið á sömu málsástæðum og stefndi Guðmundur, en fyrir liggur að hið stefnd a félag, sem og þar með stefndi Guðmundur, auðgaðist verulega á viðskiptunum, á ólögmætan hátt á kostnað stefnanda. Er rétt að stefndu beri skaðabótaábyrgð in solidum á tjóni stefnanda. Að öllu framansögðu virtu verður því fallist á kröfur stefnanda í mál inu. Rétt er að stefndu greiði stefnanda málskostnað in solidum, kr. 3.252.080, en þá hefur verið tekið tillit til virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Sigurður G. Gíslason héraðsdómari kveður upp dóm þennan . DÓMS ORÐ: Stefnd u, Guðmundur Friðrik Björgvinsson og Takthestar ehf., greiði in solidum stefnanda, Gunnari Ingvasyni, kr. 10.400.000 með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 15. maí 2015 til greiðsludags . S tefn du greiði stefnand a in solidum kr. 3.252. 080 í málskostnað. Sigurður G. Gíslason