Ákærði var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps, sbr. 211. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og hótun, sbr. 233. gr. sömu laga. Ákærði var dæmdur til að sæta fangelsi í fimm ár og þrjá mánuði, upptöku á vasahníf og til greiðslu bóta til brotaþola og sakarkostnaðar.