Ákærði dæmdur fyrir að stjórna skipi án þess að hafa haft á tilteknu tímabili gild skipstjórnarréttindi, en auk þess fyrir að hafa á sama tímabili lögskráð annan mann, sem ekki hafi verið um borð í skipinu sem skipstjóra þess. Þá var hann sakfelldur fyrir að stjórna skipi undir áhrifum fíkniefna. Brot hans fólu í sér skilorðsrof á eldri dómi. Var sá dómur því dæmdur upp og ákærða gert að sæta fangelsi samtals í þrjá mánuði.