Launþegi krafðist viðurkenningar á forgangi vegna krafna í þrotabú. Launþeginn byggði á því að raunverulegt tjón sem samþykkja ætti sem forgangskröfu tæki einnig til yfirvinnu sem hann hefði að jafnaði unnið fyrir félagið fyrir gjaldþrot þess. Staðfest niðurstaða skipastjóra um að samþykkja einungis föst laun á uppsagnarfresti sem miðuðust við dagvinnu, en kröfu vegna yfirvinnu sem ágreiningslaust var að var ekki unnin, hafnað.