Seljandi bifreiðar taldi sig tryggðan á grundvelli söluveðs, eignarréttarfyrirvara eða sambærilegrar tryggingar í henni þar til kaupverð væri að fullu greitt og nyti af þeim sökum stöðu samkvæmt 111. gr. laga nr. 21/1991 við gjaldþrotaskipti á félaginu sem keypti bifreiðina. Talið að ekki hafi verið stofnað til söluveðs eða ígildi þess með fullnægjandi hætti samkvæmt lögum um samningsveð nr. 75/1997 auk þess sem þinglýsa hefði þurft slíkum löggerningi til að öðlast vernd gagnvart skuldheimtumönnum.