Rafræn sending
Rafrænar sendingar gagna til héraðsdómstólanna
Frá og með 23. janúar 2024 verður hægt að senda öllum héraðsdómstólum gögn með rafrænum hætti í gegnum vefgátt dómstólanna. Um er að ræða sömu vefgátt og Landsréttur og dómstólasýslan nota.
Héraðsdómstólarnir munu nota þessa vefgátt til þess að senda og taka á móti rafrænum gögnum með öruggum hætti, þar til sameiginleg réttarvörslugátt dómstólanna verður komin í fulla virkni.
Slóðin á vefgáttina er https://vefgatt.domstolar.is en nauðsynlegt er að nota rafræn skilríki til þess að skrá sig inn.
Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um móttöku gagna sem send eru frá dómstól og innsendingu gagna til dómstóls.
Leiðbeiningar
Aðrar leiðir til að senda inn gögn með rafrænum hætti
Einnig er hægt að senda gögn í gegnum Signet Transfer miðlara og Justikal.
Hér fyrir neðan má finna tengla með leiðbeiningum. Hlekkurinn til að senda gögn er inni í leiðbeiningaskjalinu.
Signet Transfer:
- Héraðsdómur Reykjavíkur - leiðbeiningar um rafrænar sendingar gagna
- Héraðsdómur Reykjaness - leiðbeiningar um rafrænar sendingar gagna
- Héraðsdómur Suðurlands - leiðbeiningar um rafrænar sendingar gagna
- Héraðsdómur Vesturlands - leiðbeiningar um rafrænar sendingar gagna
- Héraðsdómur Vestfjarða - leiðbeiningar um rafrænar sendingar gagna
- Héraðsdómur Austurlands - leiðbeiningar um rafrænar sendingar gagna
- Héraðsdómur Norðurlands vestra - leiðbeiningar um rafrænar sendingar gagna
- Héraðsdómur Norðurlands eystra - leiðbeiningar um rafrænar sendingar gagna
Justikal
- Allir héraðsdómstólar – Justikal. Leiðbeiningar um rafrænar sendingar gagna.
Afhending á hljóðupptökum
Héraðsdómstólarnir nýta Signet transfer til þess að afhenda lögmönnum hljóðupptökur úr málum.
- Til þess að óska eftir hljóðupptökum í máli þarf að smella á hlekk viðkomandi dómstóls og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.
- Við tekur ferli þar sem þarf að skrá inn málsnúmer og í framhaldinu undirrita trúnaðaryfirlýsingu með rafrænum hætti.
- Dómstóllinn fær tilkynningu um að beiðni um hljóðupptöku og að undirrituð trúnaðaryfirlýsing hafi borist og sendir lögmanninum í kjölfarið upptökuna í gegnum Signet transfer miðlarann.
- Tilkynning þess efnis berst á netfang lögmanns.
- Héraðsdómur Reykjavíkur - beiðni um hljóðupptöku
- Héraðsdómur Reykjaness - beiðni um hljóðupptöku
- Héraðsdómur Suðurlands - beiðni um hljóðupptöku
- Héraðsdómur Vesturlands - beiðni um hljóðupptöku
- Héraðsdómur Vestfjarða - beiðni um hljóðupptöku
- Héraðsdómur Austurlands - beiðni um hljóðupptöku
- Héraðsdómur Norðurlands vestra - beiðni um hljóðupptöku
- Héraðsdómur Norðurlands eystra - beiðni um hljóðupptöku